top of page
Search
Writer's pictureNína Auðardóttir

Mynd segir meira en þúsund orð

Á hinu hraða og fjölbreytta sviði túrisma og ferðalanga, þar sem möguleikarnir um gistingu eru fjölmargir og samkeppnin um að standa upp úr gríðarleg, er ekki annað hægt en að einblína á þann hluta sem gefur hvað besta mynd af því sem hver gististaður hefur uppá að bjóða, en það eru myndirnar sjálfar. Myndir eru eins og eins konar búðargluggi fyrir hótel á netinu. 



náttúrumynd ferðamaður

Hugsaðu um síðasta skipti sem þú bókaðir gistingu. Hvað varð til þess að þú íhugaðir þá gistingu sem þú á endanum valdir? Hvað var það fyrsta sem þú tókst eftir? Það er nánast hægt að fullyrða að það fyrsta sem vakti eftirtekt var ekki textalýsingin eða upptalning á helstu þægindum á herberginu sjálfu. Það sem augað nemur og það sem fær okkur til að stoppa og staldra við eru myndirnar sem birtast fyrst. Því næst er hægt að huga að verði og lýsingu. 


Kjarninn í því að fá gesti til þess að staldra við og lesa meira eru nefninlega myndirnar. Því liggur í augum uppi að leggja þarf mikla áherslu á að þær séu aðlaðandi og gefi sem réttasta mynd af því sem gesturinn kemur til með að fá ef hann bókar. 


Hér á eftir eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar farið er yfir myndir á sölusíðum hótela: 


Magn: skiptir máli að hafa ekki of fáar eða of margar myndir. Þumalputtareglan er 25-35 myndir en það getur auðvitað verið breytilegt eftir fjölda og tegunda herbergja. 


Myndir af hverri herbergjatýpu: ef munur er á milli herbergjatýpa þá skiptir öllu máli að það séu til myndir fyrir hverja týpu. Myndir af öllu herberginu, líka baðherberginu. Þannig gengur þú í skugga um að gesturinn viti að hverju hann gengur þegar hann mætir.


Stærð mynda: gott er að hafa í huga að hafa allar myndirnar í sömu hlutföllum, þ.e.a.s. að sumar séu ekki ferkantaðar og aðrar ílangar. Stærðarhlutfallið 16:9 er mjög gott til þess að miða við, því sú stærð sést oftast best á mismunandi tækjum sem gestir gætu notað til að skoða hótelið. 


Regluleg uppfærsla: forðist að nota myndir sem eru eldri en tveggja ára. Ekki vanmeta að það að taka nýjar myndir ef einhverjar breytingar verða á uppsetningu eða útliti innan herbergja. Það skiptir miklu máli að gestirnir viti að hverju þau koma, það gefur góða upplifun og ekki síður góða endurgjöf. 


Vörumerki og markaðssetning: myndirnar koma þínu vörumerki og þinni sögu á framfæri. Þær eru þitt markastól og ætti að huga vandlega að framsetningu þeirra. Það getur skipt sköpum þegar ferðamenn velja gistingu að hótlið eða gististaðurinn sé með sömu myndir og upplýsingar á öllum þeim sölusíðum sem viðkomandi skoðar, að öðru leyti er engin leið að vita að hverju hann gengur ef hann bókar.

0 views0 comments

Comments


bottom of page